Metfjöldi smita – 168 talsins

Biðröð nú í morgun eftir sýnatöku við Suðurlandsbraut.
Biðröð nú í morgun eftir sýnatöku við Suðurlandsbraut. Ljósmynd/Aðsend

168 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir við mbl.is. Alls voru 46 prósent í sóttkví við greiningu.

Áður höfðu flestir greinst með veiruna innanlands í síðustu viku þegar smitin voru 167. 

Af þeim sem greindust í gær var 91 fullbólusettur og 76 óbólusettir. 

1.260 manns eru í einangrun, sem eru 103 fleiri en í gær. 2.216 manns eru í sóttkví, sem eru 194 færri en í gær.

Líkt og í gær eru 18 á sjúkrahúsi og fimm á gjörgæslu. 

Átta greindust með virk smit á landamærunum og voru allir fullbólusettir. 

Tekin voru 4.574 sýni, þar af 2.379 hjá fólki með einkenni. 

Á höfuðborgarsvæðinu eru 777 í einangrun, sem fjölgun um 64 frá því í gær. 169 eru í einangrun á Vesturlandi, sem er fjölgun um 17. Á Norðurlandi eystra eru 116 í einangrun, sem eru 9 fleiri en í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert