Minnst átta smit á Vopnafirði

150 sýni voru tekin á Vopnafirði í gær.
150 sýni voru tekin á Vopnafirði í gær. mbl.is/Golli
Aðgerðastjórn á Austurlandi greindi frá því fyrr í kvöld að um 150 sýni hefðu verið tekin á Vopnafirði í gær vegna gruns um Covid-19 smit. Höfðu átta sýni reynst jákvæð, en tekið var fram að enn ætti eftir að greina töluverðan fjölda sýna, og væri því viðbúið að smittölur gætu enn hækkað. 
Í tilkynningunni kom einnig fram að tvö smit hefðu greinst á Egilsstöðum í dag, og voru viðkomandi ekki í sóttkví við greiningu. Smitrakning stendur yfir. Mun Aðgerðastjórn fylgjast áfram með gangi mála og senda tilkynningu þegar niðurstöður hennar liggja fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert