Vonar að fólk sjái ljósið og mæti

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Arnþór

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir kveðst vona það að Íslend­ing­ar sjái ljósið og mæti í þriðju bólu­setn­ing­una gegn Covid-19. Hann seg­ir ekk­ert eins­dæmi að tveir skammt­ar bólu­efn­is dugi ekki til að hamla út­breiðslu smit­sjúk­dóma og að það hafi oft sýnt sig áður að þriðji skammt­ur­inn geti reynst nauðsyn­leg­ur.

Greint hef­ur verið frá því að Þórólf­ur telji þriðja skammt­inn af bólu­efni mögu­lega vera leiðina út úr far­aldr­in­um. Vísaði hann þá meðal ann­ars til rann­sókna frá Ísra­el sem benda til þess að þriðja spraut­an sé 90% virk­ari en önn­ur til að koma í veg fyr­ir smit.

„Örvun­ar­skammt­ur­inn er í fyrsta lagi mjög áhrifa­rík­ur til að vernda mann sjálf­an fyr­ir smiti og í öðru lagi vernda gegn al­var­leg­um af­leiðing­um. Miklu bet­ur en skammt­ur tvö. Auk þess er skammt­ur þrjú mjög áhrifa­rík­ur til að koma í veg fyr­ir smit sem myndi þá hindra út­breiðslu í sam­fé­lag­inu. Þannig að sam­fé­lags­lega séð er þriðji skammt­ur­inn nauðsyn­leg­ur. Þegar við erum að reyna að benda fólki á að þetta sé leiðin til að kom­ast út úr far­aldr­in­um, þá vona ég að fólk sjái ljósið og mæti,“ seg­ir Þórólf­ur í sam­tali við mbl.is

Von­ar að hægt verði að sann­færa al­menn­ing

Nú þegar hafa 89% lands­manna, 12 ára og eldri, verið full­bólu­sett. Þá hafa 66.842 fengið örvun­ar- eða viðbót­ar­skammt, sam­kvæmt tölu­leg­um upp­lýs­ing­um á covid.is. Spurður hvort hann telji að sótt­varna­yf­ir­völd nái að sann­færa al­menn­ing um mik­il­vægi þess að mæta í þriðja skammt­inn í ljósi þess að fyrri skammt­ar hafa ekki skilað til­ætluðum ár­angri, kveðst Þórólf­ur vona að það muni nást. Hann seg­ir þó ómögu­legt að vita hvort mæt­ing í þriðja skammt­inn verði dræm.

„Þegar við bund­um von­ir við skammt núm­er tvö, að tvær bólu­setn­ing­ar mundu duga, þá vor­um við með niður­stöður rann­sókna um virkni bólu­efn­is­ins á fyrri af­brigðum. Svo kem­ur þetta delta-af­brigði sem hegðar sér aðeins öðru­vísi og er meira smit­andi og bólu­efn­in virka ekki al­veg jafn vel gegn. Þannig að við get­um ekki gert neitt annað en bent á niður­stöður um virkni bólu­efn­anna gegn þeim af­brigðum sem eru í gangi. Eins og staðan er núna þá held ég að það sé hægt að vera vongóður um það að þriðja bólu­setn­ing­in muni koma okk­ur út úr þessu vanda­máli með delta-af­brigðið.“

Ekki eins­dæmi að tvær spraut­ur dugi ekki til

Þórólf­ur vek­ur einnig at­hygli á því að það sé ekk­ert eins­dæmi að þriðji skammt­ur­inn af bólu­efni geri út­slagið. Vís­ar hann þá meðal ann­ars til bólu­setn­ing­ar barna en til að ná fram góðri virkni þarf oft að bólu­setja börn þegar þau eru þriggja, fimm og 12 mánaða göm­ul.

„Ég bendi nú líka á að það þarf ekki að koma á óvart að tvær spraut­ur séu kannski ekki al­veg full­nægj­andi. Við sjá­um það bara með flest bólu­efni. Tvær spraut­ur eru ekki al­veg nógu full­nægj­andi gegn smit­sjúk­dóm­um. [...] Við sjá­um þetta líka með bólu­efni gegn lifr­ar­bólgu B. Tvær spraut­ur duga ekki nema með tak­mörkuðu leyti til að koma í veg fyr­ir smit og dreif­ingu. Þannig að þriðja bólu­setn­ing­in er nauðsyn­leg til að ná mjög góðri virkni. Þetta er ekk­ert eins­dæmi með bólu­efni.“

Mis­skipt­ing bólu­efn­is áhyggju­efni

Nú þegar hafa önn­ur ríki heims á borð við Ísra­el tekið upp á því að veita íbú­um sín­um fleiri en einn örvun­ar­skammt. Á móti kem­ur að stór­um hluta þjóða, m.a. í heims­álf­un­um Afr­íku og Asíu, hef­ur ekki tek­ist að bólu­setja nema lítið brot af íbú­um sín­um.

Aðspurður seg­ir Þórólf­ur mis­skipt­ingu bólu­efn­is milli landa og heims­álfa vissu­lega áhyggju­efni. En okk­ur beri líka skylda til að reyna að skapa hér eins mikla vernd með bólu­setn­ingu og mögu­legt er. Hafi stjórn­völd meðal ann­ars ákveðið þetta.

Hann vek­ur þá einnig at­hygli á því að Ísland hef­ur tekið þátt í sam­starfs­verk­efn­um þar sem búið er að kaupa og dreifa gríðarlegu magni af bólu­efni til annarra landa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka