178 smit innanlands

Röð í sýnatöku við Suðurlandsbraut.
Röð í sýnatöku við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

178 greind­ust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær en um metfjölda smita er að ræða á einum degi. Áður höfðu mest 168 greinst innanlands í fyrradag.

87 voru í sóttkví við greiningu. 72 af þeim sem greind­ust voru óbólu­sett­ir og bólusetning var hafin hjá tveimur. Fimmtán smit greind­ust á landa­mær­un­um, þar af bíða átta mótefnamælingar.

18 eru á sjúkra­húsi, þar af fjórir á gjör­gæslu.

Tek­in voru 4.824 sýni, þar af 2.427 ein­kenna­sýni.

1.157 eru nú í ein­angr­un vegna Covid-19. 2.410 eru nú í sótt­kví.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert