178 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en um metfjölda smita er að ræða á einum degi. Áður höfðu mest 168 greinst innanlands í fyrradag.
87 voru í sóttkví við greiningu. 72 af þeim sem greindust voru óbólusettir og bólusetning var hafin hjá tveimur. Fimmtán smit greindust á landamærunum, þar af bíða átta mótefnamælingar.
18 eru á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæslu.
Tekin voru 4.824 sýni, þar af 2.427 einkennasýni.
1.157 eru nú í einangrun vegna Covid-19. 2.410 eru nú í sóttkví.