Á gjörgæslu eftir slys við Sæbraut

Slysið varð skammt frá gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar.
Slysið varð skammt frá gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Annar þeirra sem lentu í alvarlegu umferðarslysi á hjólreiðastíg við Sæbraut í morgun er á gjörgæsludeild Landspítalans. 

Tveir menn lentu þar saman á rafmagnshlaupahjóli og vespu eða léttu bifhjóli.

Engin vitni

Ekki er vitað til þess að vitni hafi orðið að slysinu, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „En ef einhver hefur orðið vitni að þessu eða séð eitthvað þá biðjum við fólk að hafa samband,“ segir hann.

Rannsókn stendur yfir á því hvað olli slysinu en myrkur var þegar tilkynnt var um það rétt eftir klukkan átta í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka