Bregðast verður við þjónustuskerðingu

Óánægju gætir með álag á starfsfólk með styttri vinnuviku.
Óánægju gætir með álag á starfsfólk með styttri vinnuviku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sveitarfélögin eru ekki hress með þessa þróun. Við þurfum einfaldlega að finna flöt á því hvernig við rekum stofnanir sveitarfélaganna í þessu breytta umhverfi sem skapast hefur með styttingu vinnuvikunnar,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sigrún Hulda Jónsdóttir, meðstjórnandi í stjórn Félags stjórnenda leikskóla, vakti í gær máls á erfiðu ástandi sem hefur skapast á leikskólum landsins síðustu misseri. Starfsfólk leikskóla er sagt vera að sligast undan álagi vegna manneklu sem sé tilkomin vegna veikinda, vinnutímastyttingar og fleiri þátta.

„Ég heyri þetta hljóð í sveitarstjórum sem eru að setja saman fjárhagsáætlanir næsta árs. Þeir upplifa mikinn kostnaðarauka, það þarf að mæta þeim aukna kostnaði sem leikskólastigið kallar á,“ segir Aldís. Hún segir að það geti reynst snúið fyrir sveitarfélögin að takast á við breytt umhverfi leikskólanna.

„Í síðustu kjarasamningum var samið um mikla aukningu undirbúningstíma fagmanna. Nú eru tíu tímar ætlaðir í undirbúningstíma deildarstjóra svo dæmi sé tekið og við það bætist fjögurra tíma stytting á viku, sé hún fullnýtt. Það eru um 14 klukkustundir á viku sem verður að leysa innan deildanna. Ég held að það sé óhætt að segja að það er verið að klippa mjög marga klukkutíma úr leikskólastarfinu, sem áfram þarf að manna því dvalartími barnanna hefur ekki styst að sama skapi,“ segir Aldís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert