Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Bústaðavegi á ellefta tímanum í morgun.
Slysið varð skammt frá söluturninum Póló.
Ekki er talið að sá sem var fluttur hafi meiðst alvarlega, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.