Ekki frekari smit á Hjalla

mbl.is/​Hari

Allt starfsfólk og börn á yngri deild leikskóla Hjalla í Hafnarfirði hefur nú fengið neikvæða svörun í PCR-prófi. Var deildin því opin í morgun. Foreldrar fengu tölvupóst um þetta í gær, þriðjudag.

Kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni yngri deildar Hjalla í síðustu viku og fóru öll börn og starfsmenn deildarinnar í fimm daga sóttkví. Henni lauk svo undir kvöld í gær þegar niðurstöður úr PCR-prófum lágu fyrir. Fram kemur í upplýsingum til foreldra að yngri deild skólans hafi verið sótthreinsuð og þrifin hátt og lágt af hreingerningafyrirtæki.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert