Gestir og gangandi á Skólavörðustíg gátu loksins í gærkvöldi fengið að líta ásjónu Hegningarhússins gamla, en endurbætur hafa staðið yfir á því síðan í fyrra. Hefur þetta glæsilega steinhús á þeim tíma verið hulið á bak við girðingar, stillansa og plast.
Húsið hefur í gegnum tíðina sett svip sinn á miðbæ Reykjavíkur og gleðjast eflaust margir að fá að líta aftur húsið eftir endurbæturnar.