Jóhanna hlaut brautryðjendaverðlaunin

Silvana Koch-Mehrin, forseti Women Political Leaders, Jóhanna Sigurðardóttir og Hanna …
Silvana Koch-Mehrin, forseti Women Political Leaders, Jóhanna Sigurðardóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir við verðlaunaafhendinguna. Ljósmynd/WPL

Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, voru veitt brautryðjendaverðlaunin,  (e. Trail Blazer's Award) á Heimsþingi kvenleiðtoga nú síðdegis.

Verðlaunin voru afhent við athöfn í Hörpu í dag en þau eru veitt kvenþjóðarleiðtogum sem þykja rutt brautina fyrir konur og fyrir komandi kynslóðir í jafnréttismálum.

Eins og þekkt er var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Íslands á árunum 2009 til 2013, formaður Samfylkingarinnar árin 2009 til 2012 og þingkona frá 1987 til 2013, eða í 35 ár samfleytt. 

Jóhanna var fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands og fyrsti opinberlega samkynhneigða konan sem gegnir starfi forsætisráðherra á heimsvísu. Árið 2009 valdi Forbes hana á lista yfir 100 valdamestu konur heims.

Brautryðjendum eins og henni að þakka

Í ræðu sinni um Jóhönnu sagði Silvana Koch-Mehrin, forseti Women Political Leaders, Ísland vera fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að jafnréttismálum sem væri brautryðjendum eins og Jóhönnu Sigurðardóttur að þakka. 

Jóhanna veitti verðlaununum viðtöku fyrr í kvöld.
Jóhanna veitti verðlaununum viðtöku fyrr í kvöld. Ljósmynd/WPL

Jóhanna Sigurðardóttir bætist við á annan tug kvenleiðtoga sem hafa hlotið viðurkenningu frá upphafi WPL Trailblazer verðlaunanna árið 2017.

Trailblazer verðlaunin hafa meðal annars fallið í skaut Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands,  Mary Robinsson, fyrrverandi forseti Írlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Lauru Chinchilla Miranda, fyrrverandi forseta Costa Rica, Julia Gillard fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, Saara Kuugongelwa-Amadhila, forsætisráðherra Namibíu. 

Silvana Koch-Mehrin, forseti Women Political Leaders, Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrv. forsætisráðherra, …
Silvana Koch-Mehrin, forseti Women Political Leaders, Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrv. forsætisráðherra, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti., Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Women Political Leaders, við verðlaunaafhendinguna í dag. Ljósmynd/WPL
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert