Konan fannst látin í sjónum við Reynisfjöru

mbl.is

Kon­an sem leitað var að í dag fannst lát­in í sjón­um við Reyn­is­fjöru. Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­landi kem­ur fram að þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar fann kon­una í sjón­um.

Til­kynnt var um að er­lend­ur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reyn­is­fjöru klukk­an 14:50 í dag. Voru björg­un­araðilar þegar send­ir á vett­vang, björg­un­ar­sveit­ir í Rangár­vall­ar- og Skafta­fells­sýslu hófu þegar leit að ferðamann­in­um, sem var ung kín­versk kona.

Einnig komu að leit­inni báta­sveit­ir frá Árnes­sýslu ásamt bát frá Vest­mann­eyj­um og þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Rann­sókn­ar­deild Lög­reglu­stjór­ans á Suður­landi rann­sak­ar nú til­drög slyss­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert