Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra stendur í kvöld fyrir viðburðinum: Látum Skagafjörðinn lýsa fyrir Erlu Björk. Þar eru Skagfirðingar hvattir til að kveikja á útikerti í minningu Erlu Bjarkar Helgadóttur sem lést skyndilega 2. nóvember síðastliðinn.
Erla Björk lætur eftir sig eiginmann og fjögur börn, en hún hefði orðið fertug í dag, 10. nóvember.
Sonur hennar stundar nám í fjölbrautaskólanum en nemendafélagið hefur einnig sett fram kassa og blöð í skólanum þar sem hægt er að skrifa kveðjur til hans og fjölskyldunnar.
Nemendafélagið hvetur alla Skagfirðinga til að taka þátt í viðburðinum og setja út kerti til að minnast Erlu Bjarkar klukkan 20 í kvöld.
Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.