Sá konuna reka um 200 metra frá landi

David segist hafa verið að taka myndir er hann heyrir …
David segist hafa verið að taka myndir er hann heyrir öskur og sér fjóra ferðamenn í sjónum. mbl.is/Jónas Erlendsson

Leiðsögumaður sem varð vitni að bana­slys­inu sem varð við Reyn­is­fjöru í dag, er ung kona fór út með öldu og fannst síðar lát­in í sjón­um, seg­ir að aðstæður hafi verið slæm­ar og mik­ill öldu­gang­ur hafi verið. Hann seg­ir ferðamenn sem þangað koma oft hætta sér ná­lægt sjón­um og að þeir hlusti ekki endi­lega á fyr­ir­mæli leiðsögu­manna.

Leiðsögumaður­inn, Dav­id Kell­ey, var sjálf­ur með hóp ferðamanna í Reyn­is­fjöru í dag er hann tók eft­ir því að ferðamenn úr öðrum hópi voru að hætta sér ná­lægt helli í fjör­unni. Að sögn hans voru um 200 ferðamenn í fjör­unni er slysið átti sér stað.

Dav­id seg­ist hafa verið að taka mynd­ir er hann heyr­ir ösk­ur og sér fjóra ferðamenn í sjón­um.

„Einn komst í land án nokk­urs vafa, tveir náðu að koma sér á land eft­ir að hafa dottið al­veg ofan í en sú fjórða var dreg­in í burtu með kraft­mik­illi öldu,“ seg­ir hann..

„Hún var um 200 metra frá strönd­inni þegar ég missti sjón­ar á henni.“

Hann seg­ist hafa hringt í neyðarlín­una um leið og hann hafi áttað sig á því að það væri ekki væri hægt að koma kon­unni til bjarg­ar án aðstoðar.

David segir ferðamenn oft á tíðum ekki hlusta á fyrirmæli …
Dav­id seg­ir ferðamenn oft á tíðum ekki hlusta á fyr­ir­mæli leiðsögu­manna þegar fólk er beðið um að fara ekki ná­lægt sjón­um vegna þeirr­ar hættu sem því fylg­ir og sé jafn­vel dóna­legt. mbl.is/​Jón­as Er­lends­son

Aldrei séð neinn fara svo langt með öldu

Dav­id seg­ist hafa orðið virki­lega sleg­inn eft­ir að hafa orðið vitni að slys­inu í dag. Hann hafi unnið sem leiðsögumaður á svæðinu í um 15 ár og oft kallað á ferðamenn sem fari óvar­lega í fjör­unni.

Dav­id seg­ist hafa séð marga ferðamenn fara í sjó­inn á starfs­ár­um sín­um en þó aldrei séð ein­hvern drag­ast svo langt með öldu og ekki ná að koma sér aft­ur að landi.

„Ég hef verið leiðsögumaður á svæðinu í um fimmtán ár svo ég hef séð flest, en ég hef aldrei séð ein­hvern í raun og veru drag­ast alla leið með öldu og ekki koma aft­ur að landi.“

Ferðamenn fari óvar­lega og hlusti ekki á leiðsögu­menn

Hann seg­ir ferðamenn oft og tíðum ekki hlusta á fyr­ir­mæli leiðsögu­manna þegar fólk er beðið um að fara ekki ná­lægt sjón­um vegna þeirr­ar hættu sem því fylg­ir og sé jafn­vel dóna­legt.

Dav­id seg­ist vera virki­lega var­kár með sína hópa en að hann sé hætt­ur að öskra á alla sem hann sjái fara hættu­lega ná­lægt sjón­um.

„Ég gerði það áður fyrr, ég var virki­lega stressaður og öskraði oft á fólk að fara frá sjón­um en fólk hlust­ar ekki á mann og er jafn­vel mjög dóna­legt við mann.“

Hann seg­ir að sum­ir hóp­ar ferðamanna skilji ekki leiðsögu­menn sína sem tala á ensku og að hann hafi áður fyrr lent í því. Hann hafi þó sjálf­ur tekið fyr­ir að vera með hópa sem ekki skilji hann þar sem það sé gríðarlega hættu­legt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert