Starfsemin verði kolefnislaus árið 2030

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsemi Keflavíkurflugvallar verður kolefnislaus  árið 2030, samkvæmt nýrri sjálfbærnistefnu Isavia.

Það er áratug á undan áætlun íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutleysi og tveimur áratugum á undan NetZero-skuldbindingu Evrópudeildar Alþjóðsamtaka flugvalla (ACI Europe), sem Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, undirritaði ásamt forstjórum 194 annarra flugvalla í Evrópu í júní 2019.

„Við höfum lagt mikla áherslu á umhverfismál og samfélagslega ábyrgð í okkar rekstri,“ segir Sveinbjörn í tilkynningu frá Isavia.

„Frá árinu 2015 höfum við markvisst unnið að því að minnka kolefnisútblástur okkar og erum m.a. að vinna að 3. stigi af sex í innleiðingu á kolefnisvottun ACA (Airport Carbon Accreditation). Við höfum kortlagt kolefnisspor okkar, gripið til aðgerða til að minnka það og sett okkur markmið um samdrátt. Eftir ítarlega yfirferð á okkar losun má fullyrða  núna að við getum orðið kolefnislaus í okkar rekstri í síðasta lagi árið 2030,“ bætir hann við.

Nánari upplýsingar um aðgerðir Isavia um umhverfismálum og samfélagsábyrgð má finna hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert