Stendur með Guðnýju

Kristinn E. Andrésson.
Kristinn E. Andrésson.

Sagnfræðingurinn Rósa Magnúsdóttir, höfundur bókarinnar Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir, lýsti í gær yfir stuðningi sínum við Guðnýju Bjarnadóttur lækni, sem greindi frá því í Morgunblaðinu að Kristinn E. Andrésson hefði misnotað hana kynferðislega í tvígang.

Sagði Rósa á Facebook-síðu sinni að hún dáðist að hugrekki Guðnýjar, sem hefði fyrst haft samband við sig árið 2011. Rósa hafi hins vegar verið bundin trúnaði um atvikið, þar sem móðir Guðnýjar var enn á lífi.

Segir hún að frásögn Guðnýjar hafi haft mikil áhrif á sig, og að bók sín um Kristin og Þóru Vigfúsdóttur konu hans sé ekki helgisaga. „Ég hvatti hana til að segja sína sögu sjálf og nú hefur hún gert það með áhrifamiklum hætti. Ég vona að saga hennar verði til þess að einstaklingar af hennar kynslóð finni styrk til að stíga fram og skila skömminni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert