Hertar aðgerðir á teikniborðinu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef talað um það undanfarna daga að það þurfi að bregðast við,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í samtali við mbl.is. Fjöldi fólks hefur greinst með kórónuveiruna undanfarna daga en í gær greindust 200; sem er metfjöldi.

Guðlaug Rakel Guðjóns­dótt­ir, starf­andi for­stjóri Land­spít­al­ans, vill að sótt­varnaaðgerðir verði hert­ar strax til að ná tök­um á far­aldr­in­um. Spurður hvort hertar aðgerðir séu á teikniborðinu segir Þórólfur:

Þróunin er nánast ómöguleg og jú, það er á teikniborðinu hjá mér.

Hann segist ætla að skila minnisblaði fyrir helgi en vill ekkert segja til um innihald þess áður en ráðherra ákveður hvernig eigi að bregðast við.

Langar raðir hafa myndast í sýnatöku við Suðurlandsbraut undanfarna daga.
Langar raðir hafa myndast í sýnatöku við Suðurlandsbraut undanfarna daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert