Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, sagði sig úr stjórn Ferðafélags Íslands í morgun.
Þetta staðfestir Anna Dóra Sæþórsdóttir, forseti félagsins, við mbl.is, en Vísir greindi fyrst frá málinu.
Starfsmaður Landsvirkjunar kvartaði yfir hegðun Helga sem varð til þess að hann hætti þar störfum í lok október, að því er Stundin greindi frá. Spurð hvort kvartanir hafi borist vegna Helga í Ferðafélagi Íslands segir hún engin slík mál hafa komið upp á vegum félagsins.
Líklegt er að nýr stjórnarmaður verði kosinn á aðalfundi félagsins á næsta ári, að sögn Önnu Dóru.
Helgi er mikill útivistarmaður og er menntaður leiðsögumaður.