Sagði sig úr stjórn Ferðafélags Íslands

Helgi Jóhannesson.
Helgi Jóhannesson. Ljósmynd/Aðsend

Helgi Jó­hann­es­son, fyrr­ver­andi yf­ir­lög­fræðing­ur Lands­virkj­un­ar, sagði sig úr stjórn Ferðafé­lags Íslands í morg­un.

Þetta staðfest­ir Anna Dóra Sæþórs­dótt­ir, for­seti fé­lags­ins, við mbl.is, en Vís­ir greindi fyrst frá mál­inu.

Starfsmaður Lands­virkj­un­ar kvartaði yfir hegðun Helga sem varð til þess að hann hætti þar störf­um í lok októ­ber, að því er Stund­in greindi frá. Spurð hvort kvart­an­ir hafi borist vegna Helga í Ferðafé­lagi Íslands seg­ir hún eng­in slík mál hafa komið upp á veg­um fé­lags­ins.

Lík­legt er að nýr stjórn­ar­maður verði kos­inn á aðal­fundi fé­lags­ins á næsta ári, að sögn Önnu Dóru.

Helgi er mik­ill úti­vist­armaður og er menntaður leiðsögumaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka