130 milljónum hærri tekjur af sjúkraflutningum

Ýmsar ástæður eru fyrir fjölgun sjúkraflutninga.
Ýmsar ástæður eru fyrir fjölgun sjúkraflutninga. mbl.is/Árni Sæberg

Fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gerir ráð fyrir að heildartekjur vegna sjúkraflutninga verði um 130 milljónum króna hærri á þessu ári en áætlun fyrir árið gerði ráð fyrir og verði samtals einn og hálfur milljarður króna yfir árið.

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að fjölgun sjúkraflutninga sé umfram íbúaþróunina á svæðinu og margar ástæður séu fyrir henni, m.a. faraldur kórónuveirunnar en stór hluti flutninga sé á Covid-göngudeild Landspítalans, almenn veikindi og fjölgun sem hefur orðið í hópi fólks 60 ára og eldri.

Áætlað er að tekjur af sjúkraflutningum verði 1.663 milljónir króna á næsta ári og hækki um 21,5% á milli ára. Samtals gæti heildarkostnaður vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu því orðið á fjórða milljarð króna á tveimur árum.

Heilbrigðisráðuneytið áformar að bjóða út Covid-19-flutninga fyrir þá sjúklinga sem geta setið við flutning. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert