Arngrímur og Sjóvá bótaskyld vegna slyssins

Arngrímur og Sjóvá voru dæmd til að greiða ekkju og …
Arngrímur og Sjóvá voru dæmd til að greiða ekkju og börnum Arthurs Grant Wagstaff 9 milljónir króna í bætur.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Arngrím Jóhannsson flugmann og Sjóvá til þess að greiða ekkju og börnum Arthurs Grants Wagstaff rúmar níu milljónir króna í bætur vegna flugslyss sem varð honum að bana.

Komust dómstólar að því að Arngrímur hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi í aðdraganda nauðlendingar en Wagstaff lét lífið í kjölfarið.

Kröfðust hver um sig 12 milljóna

Ekkju Wagstaff voru dæmdar rúmar þrjár milljónir króna í bætur og þremur börnum þeirra hverju um sig tvær milljónir en fyrir dómi kröfðust dætur Wagstraff hver um sig bóta upp á 12 milljónir króna.

Flugslysið átti sér stað þann 9. ágúst 2015 í Barkárdal en í vélinni voru þeir Arngrímur og Wagstaff, sem fórst í kjölfar brotllendingar. Flugvélin sem brotlenti var í eignarumráðum Arngríms en formlegur eigandi var Wells Fargo, fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum. 

Kröfu ekkju Wagstaff um bætur vegna missis framfæranda var hafnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert