Bætur lækkaðar vegna sýningar á 60 ára auglýsingum

Sýning á verkum Jóns var haldin í Gallerí Fold árið …
Sýning á verkum Jóns var haldin í Gallerí Fold árið 2013. Hún var tilenkuð Rafskinnu og auglýsingunum sem í henni birtust á árunum 1933-1957. Auglýsingar eru vitnisburður um tíðarandann á hverjum tíma og fróðleg innsýn í liðna tíð. mbl.is/Rósa Braga

Landsréttur lækkaði bætur sem börnum listamannsins Jóns Kristinssonar höfðu áður verið dæmdar í skaða- og miskabætur vegna brota á höfundarréttir við sýningu og sölu á svokölluðum Rafskinnumyndum sem Jón teiknaði í samstarfi við Gunnar Bachmann og voru birtar í raf­knú­inni flettiaug­lýs­inga­grind, sem bar heitið Raf­skinna.

Var Raf­skinna staðsett í glugga í Aust­ur­stræti á ár­un­um fyr­ir og miðja síðustu öld og birt­ust þar aug­lýs­ing­ar fyr­ir­tækja fyr­ir jól­in.

Af­kom­end­ur Gunn­ars settu upp sýn­ingu í Galle­rí Fold árið 2013 þar sem frum­mynd­ir voru til sölu. Þá voru eft­ir­prent­an­ir einnig til sölu. Töldu börn Jóns að með sýn­ing­unni væri brotið gegn höf­und­ar­rétt­ind­um föður síns heit­ins og kröfðust þess að fá frum­gerðirn­ar sem og eft­ir­prent­an­irn­ar. Þá var gerð krafa um skaða- og miska­bæt­ur.

Hefur farið tvo hringi í dómskerfinu

Upphaflega féll dómur í héraði í febrúar 2018 og var börnum Jóns þá dæmdar 4,8 milljónir í bætur. Hins vegar féllst héraðsdómur ekki á kröfu barna Jóns um að afkomendur Gunnars ættu að afhenda börnum Jóns frumgerðir þeirra 160 myndverka sem sýnd voru.

Málið fór síðar fyrir Landsrétt sem vísaði því aftur til Héraðsdóms. Þar varð niðurstaðan aftur á sama hátt og áður og var málið því nú í Landsrétti í annað sinn.

Landsréttur sýknaði eins og héraðsdómur afkomendur Gunnars af kröfunni um að afhenda myndverkin og lækkaði einnig bæturnar úr 4,8 milljónum niður í 3,7 milljónir.

Teiknaði fyrstu myndirnar í Rafskinnu 1943

Gunn­ar kom Raf­skinnu á fót árið 1935 eft­ir að hafa kynnst sams kon­ar fyr­ir­bæri í Par­ís. Þótti þetta ný­stár­legt á sín­um tíma, en blaðsíðum bók­ar­inn­ar var flett sjálf­krafa og var aug­lýs­ing á hverri blaðsíðu. Upp­haf­lega teiknaði Tryggvi Magnús­son mynd­ir í bók­ina, en vegna veik­inda hans árið 1943 leitaði Gunn­ar til Jóns sem tók þá við og teiknaði hann aug­lýs­ing­arn­ar til árs­ins 1957 þegar starf­sem­in lagðist af í kjöl­far and­láts Gunn­ars.

Úrklippa úr Morgunblaðinu, en árið 1996 var rætt við Jón …
Úrklippa úr Morgunblaðinu, en árið 1996 var rætt við Jón vegna Rafskinnu. mbl.is/Rósa Braga

Deilt um hvað höfundarrétturinn nái yfir

Jón lést árið 2009 og því er enn langt í að höf­unda­rétt­indi hans falli úr gildi. Börn hans byggja því kröfu sína á að höf­unda­rétt­ur Jóns nái til teikn­ing­anna sem birt­ast í verk­un­um og let­urs þess texta sem þar er að finna. Töldu þau ekki að til höf­unda­rétt­ar hafi stofn­ast handa Gunn­ari þar sem verk­in hafi verið unn­in í verktaki og án framsali höf­unda­rétt­ar.

Börn Jóns vísa í stefnu sinni til þess að nafn Jóns hafi ekki komið fram á boðskorti sem var sent vegna sýn­ing­ar­inn­ar. Þá hafi Galle­rí Fold birt boðskortið á heimasíðu sinni sem og aug­lýs­ing­ar vegna opn­un­ar sýn­ing­ar­inn­ar bæði á Face­book og öðrum miðlum og þar hafi einnig verið brotið á höf­unda­rétti Jóns. Að lok­um að með sýn­ing­unni sjálfri hafi verið brotið gegn höf­unda­rétti hans.

Sam­hliða sýn­ing­unni hófu börn Gunn­ars út­gáfu á vegg­spjöld­um og póst­kort­um með eft­ir­prent­un verk­anna.

Afkomendur Gunn­ars mót­mæltu því hins veg­ar að ekki hafi stofn­ast til höf­unda­rétt­ar til handa Gunn­ari og segja þau hann hafa verið höf­und text­ans. Þá hafi Gunn­ar meðal ann­ars átt stór­an þátt í hug­mynda­vinnu verk­anna. Telja þau því eng­um vafa und­ir­orpið að fram­lög Gunn­ars hafa verið afar veiga­mik­il og hann átt stór­an hluta í sköp­un aug­lýs­inga­mynd­anna. Vísa þau í viðtal við Jón í Morg­un­blaðinu árið 1996 þar sem hann sagði Gunn­ar hafa samið aug­lýs­ing­arn­ar. Vegna þessa séu þeir Gunn­ar og Jón sam­höf­und­ar verk­anna.

Þá töldu afkomendur Gunnars að Jón hafi fram­selt höf­unda­rétt mynd­anna til Gunn­ars og að rangt sé haft í stefn­unni að framsal Jóns hafi aðeins náð til notk­un­ar í aug­lýs­ing­un­um í Raf­skinnu.

Niðurstaða Landsréttar er að afkomendum Gunnars beri að greiða börnum Jóns samtals rúmlega 3 milljónir í skaða- og miskabætur vegna málsins og að rekstrarfélag Gallerí Foldar beri að greiða 655 þúsund.

Dóminn má í heild lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert