Festust á leiðinni í Landmannalaugar

„Við höfðum farið þarna upp eftir á þriðjudeginum í fínu færi en síðan snjóaði mikið um nóttina og leiðin varð torsótt á miðvikudeginum,“ segir Hrefna Hagalín hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Arctic Production sem vinnur nú með hópi Bandaríkjamanna frá New York að gerð auglýsingar fyrir erlent vörumerki.

Á leiðinni í Landmannalaugar festist fjallarúta frá ferðaþjónustufyrirtækinu Activity Iceland skammt frá Sigöldu, í bakgrunni er Hrauneyjalónið.

Hrefna segir að þeim bandarísku hafi þótt mikið til koma og flestir þeirra aldrei séð jafn mikinn snjó. Íslendingarnir séu þó öllu vanir á ferðum sínum um hálendið.

„Það náðu allir að taka sínar myndir og voru glaðir eftir þetta litla ævintýri. Bíllinn var nú ekki svo mikið fastur, snjórinn var blautur á leiðinni í Landmannalaugar en á bakaleiðinni um kvöldið hafði fryst og færið mjög gott. Bílstjórinn frá Activity var alveg frábær og stóð sig vel,“ segir Hrefna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert