Fjalla um minnisblað á ríkisstjórnarfundi

Svandís Svavarsdóttir á leiðinni í Ráðherrabústaðinn í morgun.
Svandís Svavarsdóttir á leiðinni í Ráðherrabústaðinn í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnarfundur verður haldinn klukkan hálftíu. Þar verður fjallað um minnisblað sóttvarnalæknis sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk í gær.

Í minnisblaðinu eru tillögur um hertar takmarkanir innanlands vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu.

Land­spít­al­inn er nú á hættu­stigi en þar lágu í gær 16 sjúk­ling­ar með Covid-19; 11 á smit­sjúk­dóma­deild, þrír á gjör­gæslu í önd­un­ar­vél og eru þá tveir sem liggja á geðdeild tald­ir með.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra á leiðinni á fundinn.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra á leiðinni á fundinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert