Guðni í hátíðarkvöldverði Macron

Guðni Th. Jóhannesson ásamt Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Brigitte Marie-Claude …
Guðni Th. Jóhannesson ásamt Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Brigitte Marie-Claude Macron forsetafrú. Ljósmynd/Forseti.is

Guðni Th. Jóhannesson forseti sækir nú Friðarþing í París ásamt mörgum öðrum þjóðarleiðtogum í boði Emmanuels Macron forseta Frakklands. Stofnað var til friðarþingsins, Paris Peace Forum, árið 2018 og er þetta því í fjórða sinn sem það er haldið.

Yfirskrift þingsins í ár er „Mind the Gaps" og er sjónum beint að ójöfnuði á ýmsum sviðum samfélagsins. Í ávarpi sínu til þingsins lagði forseti sérstaka áherslu á kynjajafnrétti. Ávörp gestkomandi þjóðhöfðingja á friðarþinginu voru tekin upp fyrirfram og má sjá ávarp forseta Íslands hér á Youtube.

Leiðtogarnir á Friðarþinginu í gær.
Leiðtogarnir á Friðarþinginu í gær. Ljósmynd/Forseti.is
Guðni Th. Jóhannesson ásamt forseta og forsetafrú Svartfjallalands.
Guðni Th. Jóhannesson ásamt forseta og forsetafrú Svartfjallalands. Ljósmynd/Forseti.i

Í gærkvöldi buðu Emmanuel Macron forseti Frakklands og Brigitte Marie-Claude Macron forsetafrú forseta Íslands og öðrum þjóðarleiðtögum sem sækja Friðarþingið til hátíðarkvöldverðar í Élysée-höll.

Guðni heilsar Pascal Lamy, forseta Friðarþingsins í París.
Guðni heilsar Pascal Lamy, forseta Friðarþingsins í París. Ljósmynd/Forseti.is

„Áminning um sterkt og sögulegt samstarf“

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna er meðal viðstaddra á Friðarþinginu ásamt Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og mario Draghi forsætisráðherra Ítalíu.

Á Twitter-síðu Harris deildi hún myndum fráeinnig stödd á Friðarþinginu en hún deildi myndum frá gærdeginum sem markaði 103 árum frá því að samið var um vopnahlé er fyrri heimsstyrjöldinni lauk.

„Í dag fögnum við afmæli undirritunar vopnahlésins, sem bindur enda á fyrri heimsstyrjöldina – áminning um sterkt og sögulegt samstarf okkar við Frakkland og bandamenn um allan heim,“ skrifar Harris.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert