Hvar er hægt að fara í hraðpróf?

Hraðpróf eru í boði vítt og breitt um landið.
Hraðpróf eru í boði vítt og breitt um landið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt nýjum samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðnætti og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nú fyrir skömmu verður miðast við að hámarki 50 manns í rými. Hins vegar er svigrúm fyrir 500 manns á viðburðum þar sem krafist verður hraðprófa.

En hvar er hægt að komast í þessi hraðpróf?

Samkvæmt lista sem heilbrigðisráðuneytið og embætti landlæknis halda úti er hægt að fara í hraðpróf hjá heilbrigðisstofnunum um allt land. Í Reykjavík er hægt að fara  í sýnatöku á vegum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. Auk þess veita einkaaðilar þessa þjónustu í Reykjanesbæ, á Akureyri og á fjórum stöðum í Reykjavík. Tekið er fram að hraðpróf eru notendum að kostnaðarlausu. 

  • Heilbrigðisstofnanir í öllum heilbrigðisumdæmum
  • Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut 34
  • BSÍ í Reykjavík
  • Harpa í Reykjavík
  • Kringlan í Reykjavík
  • Kleppsmýrarvegi í Reykjavík
  • Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ
  • Við Háskólann á Akureyri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert