Keyrt á sama kerfi þrátt fyrir bólusetningu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ásamta Bjarna Benediktssyni að loknum ríkisstjórnarfundi.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ásamta Bjarna Benediktssyni að loknum ríkisstjórnarfundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist vilja skoða það hvort hægt sé að létta á álagi í heilbrigðiskerfinu með því að gera breytingar á smitrakningu og sóttkví og líta til annarra landa í þeim efnum.

Hvað varðar hertar aðgerðir nú segir hún engan vera að leggja þetta til að gamni sínu.

„Þetta eru tillögur sóttvarnarlæknis um hvað þarf að gera til hægja á útbreiðslu og það þurfi að hægja á útbreiðslu til að fækka innlögnum á spítala, vegna þess að spítalinn sé í þannig stöðu og heilbrigðisráðherra fellst á þær tillögur. Enginn er að leggja þetta til að gamni sínu, eða af einhverri ánægju. Þetta er bara eins og það er.“

Eflaust enn langt í breytingar á landamærum

Hún segir að við hljótum að vilja leita allra leiða til að tryggja að samfélagið komist í eðlilegt horf og lifa með þeirri staðreynd að covid er líklega komið til að vera. 

„Ég hef bent á það í nokkra mánuði að hluti af álagi, bæði á starfsfólk og kerfin okkar, stafa af því að við settum upp kerfi, bæði þegar kemur að framúrskarandi smitrakningu og sóttkví. Þetta voru lykilatriði í árangri okkar framan af. Við erum ennþá að keyra þessi kerfi í sama magni þrátt fyrir að við séum bólusett.“

Þórdís segir enga umræðu eða tillögur hafa verið um breyttar aðgerðir á landamærum, hún skynji umræðuna þannig að þetta snúist fyrst um frelsi hér innanlands áður en farið er í að ræða landamærin. „Ég er ekki endilega jafn sannfærð um það, en núna þegar við erum komin í þessa stöðu hér, þá held ég að það sé töluvert langt í að fólk sem er almennt að vinna þessar tillögur sé að leggja eitthvað slíkt til, þannig það var ekki til umræðu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert