HK og Krónan hafa ákveðið að fresta Krónumóti HK í fótbolta sem fara átti fram í Kórnum helgina 13. og 14. nóvember. Er það gert vegna aukningar á COVID-19 smitum í samfélaginu.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
„Við teljum að í ljósi aukinna smita í samfélaginu og nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir á stærri viðburðum sé ekki tímabært að halda mótið að svo stöddu.
Við erum bjartsýn á að geta haldið mótið síðar þegar horfur eru betri og fá þá drengir í 7. og 6. flokki loks að spreyta sig á vellinum,“ er haft eftir Sindra Þór Þorgeirssyni, verkefnastjóra knattspyrnudeildar HK, í tilkynningunni.