Svæði við Sjómannaskólann verður girt af

Verndarsvæði verður girt af við framkvæmdir.
Verndarsvæði verður girt af við framkvæmdir. Ljósmynd/Vinir Saltfiskmóans

„Það kom ábending frá Vinum Saltfiskmóans og við sendum í kjölfarið ábendingar til borgarinnar og Veitna og óskuðum eftir að friðaða svæðið yrði girt af. Við höfum fundað um þetta og þetta lítur allt saman vel út núna,“ segir Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa hjá Borgarsögusafni.

Á útboðsgögnum fyrir væntanlegar framkvæmdir á Sjómannaskólareit sem tilheyra gatnagerð og lögnum var skilgreint verndarsvæði menningarminja ekki afmarkað. Á skýringarmyndum var framkvæmdasvæði skilgreint innan verndarsvæðis og því óttuðust Vinir Saltfiskmóans, sem beitt hafa sér fyrir vernd svæðisins, að stórslys væri í uppsiglingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert