16 liggja inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af eru þrír á gjörgæslu og er einn þeirra í öndunarvél. Er því ekki um neina breytingu að ræða á fjölda frá því í gær.
Á Covid-göngudeild eru 1,591 sjúklingar, þar af 377 börn, að því er segir í tilkynningu.
Landspítali er enn á hættustigi.