Rétt fyrir klukkan hálffjögur í dag voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna tilkynninga um að hjólhýsi og bílar væru að fjúka til.
Þá hafa einnig borist tilkynningar um lausar klæðningar, fok á þakplötum og vinnupöllum. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.
„Það er búið að kalla út stóran hluta af björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu og líka óska eftir því að það séu tilbúnir hópar í húsi í viðbragsstöðu ef verkefnum fjölgar. Það komu greinilega nokkur verkefni núna rétt fyrir klukkan hálf,“ segir Davíð.
Spáð var stormi um nánast allt land í dag og gular veðurviðvaranir hafa verið í gildi frá hádegi.