Lögregla var kölluð út ásamt sjúkrateymi á öðrum tímanum í nótt í verslun Hagkaupa í Garðabæ. Samkvæmt heimildum mbl.is voru að minnsta kosti fjórir lögreglubílar og einn sjúkrabíll sendir á staðinn.
Að sögn sjónarvotta var um að ræða hnífstungu. Þá á maður að hafa hlaupið blóðugur inn í verslunina „eftir að sérsveit mætti á vettvang“. Ekki er vitað hvort um var að ræða fórnarlamb eða árásarmann.
Hvorki slökkvilið né lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gátu tjáð sig um málið þegar leitað var eftir því í nótt.