Kötturinn Njáll hefur störf hjá Póstinum

Njáll hefur þegar hafið störf.
Njáll hefur þegar hafið störf. Ljósmynd/Pósturinn

Pósturinn hefur tekið til notkunar nýtt spjallvélmenni, sem öllu heldur ætti að kallast spjallkisi. Kötturinn Njáll hefur nefnilega verið ráðinn í þjónustuver Póstsins og hefur hann þegar hafið störf. Njáll mun aðstoða þjónustuver Póstsins við að leysa úr vandamálum viðskiptavina og veita góð ráð og ábendingar. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Póstsins.

Þar segir að mikil ánægja sé með Njál, senda muni hann stytta biðtíma viðskiptavina og veita þeim betri þjónustu.  

„Við erum gríðarlega ánægð með að vera komin með Njál í teymið. Hann er ákaflega námsfús og hefur hann verið í stífri þjálfun hjá okkar allra besta fólki í markaðs-, þjónustu- og hugbúnaðardeild síðastliðnar vikur og mánuði til að undirbúa sig fyrir þetta nýja hlutverk. Við höfum fulla trú á að hann muni gera okkur kleift að veita viðskiptavinum Póstsins enn betri þjónustu og að stytta biðtíma eftir aðstoð frá þjónustuveri," er haft eftir Auði Ösp Ólafsdóttur, vef- og markaðssérfræðingi hjá Póstinum, í fréttatilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert