Í gær greindust 135 með kórónuveiruna, þar af voru fimm sem greindust sem landamærasmit. Af þessum 135 voru 57 í sóttkví.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Alls eru núna 1.617 í einangrun og 2.672 í sóttkví.
Eins og áður um helgar teljast þessar tölur bráðabirgðatölur. Fjöldi PCR-sýna sem tekin voru í gær kemur fram á covid.is þegar heimasíðan verður uppfærð aftur næstkomandi mánudag, eins og segir í tilkynningunni.