Gular veðurviðvaranir verða í gildi frá hádegi í dag þar sem búist er við suðaustan stormi á öllu landinu.
Einnig er gert ráð fyrir úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag en þurrara verður á norður og austurlandi.
Hiti verður á bilinu 5-10 stig á landinu hlýnar smám saman með deginum.
Samkvæmt veðurkorti á vef Veðurstofu Íslands má sjá að mestum vindhraða er spáð í Vestmannaeyjum, 21 m/s við Stórhöfða en en 13 m/s á höfuðborgarsvæðinu.
Stormurinn gengur á land suðaustantil um hádegi með tilheyrandi úrkomu á því svæði sem færist síðan yfir landið vestanvert og verður hvassast á Vesturlandi og Vestfjörðum upp undir kvöldmatarleytið.
Miðað við spár er gert ráð fyrir að versta veðrið verið gengið yfir snemma á morgun en víða verður ansi hvasst langt fram eftir nóttu.