Vökudeildin fékk veglega gjöf fyrir góða þjónustu

Vökudeild, nýburagjörgæsludeild Barnaspítala Hringsins, fékk veglegan þakklætisvott frá foreldrum stúlkubarns.
Vökudeild, nýburagjörgæsludeild Barnaspítala Hringsins, fékk veglegan þakklætisvott frá foreldrum stúlkubarns. Ljósmynd/Landspítalinn

Þakklátir foreldrar efndu til söfnunar fyrir vökudeild Landspítalans sem varð til þess að þau gátu gefið deildinni átján ungbarnavogir, fimm lampa fyrir fjölskylduherbergin og nuddtæki fyrir stífar axlir. 

Ungbarnavogirnar munu nýtast í göngudeildarþjónustu barna sem útskrifast heim með sondu en tvær þeirra eru þó fullkomnari og munu því nýtast inni á deildinni.

Gunnhildur Erla og Gunnar Örn efndu til söfnunar

Foreldrarnir sem um ræðir eru þau Gunnar Örn og Gunnhildur Erla sem eiga stúlku að nafni Ásthildur Rúna. 

Ásthildur fæddist eftir rúmlega 32 vikna meðgöngu og vó ekki nema 1.356 grömm og var 40 sentimetrar, að því er kemur fram í tilkynningu Landspítalans. 

Hún naut aðhlynningar næstu tvo mánuði og hefur dafnað vel síðan. Í þakklætisskyni efndu Gunnar Örn og Gunnhildur Erla til söfnunar fyrir vökudeildina og nutu stuðnings fjölda einstaklinga auk fyrirtækjanna Móðurástar, Icapharma og Eirbergs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert