Handtekinn vegna líkamsárásar og frelsissviptingar

Lögregla segir í tilkynningu sinni að nóttin hafi verið tiltölulega …
Lögregla segir í tilkynningu sinni að nóttin hafi verið tiltölulega róleg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlmaður var í gær handtekinn í austurbæ Reykjavíkur vegna líkamsárásar, frelsissviptingar og eignarspjalla. Hann er nú vistaður í fangaklefa.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var annar maður handtekinn í Kópavogi í gærkvöld eða nótt vegna líkamsárásar og gistir hann einnig fangaklefa.

Þá var maður handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt vegna ítrekaðra tilrauna hans til þess að stofna til slagsmála manna á milli. Lögregla reyndi að ræða við manninn án árangurs og var hann því fluttur á lögreglustöð. Þess er nú beðið að það renni af honum.

Þá segir lögregla frá alls fimm tilfellum í tilkynningu sinni þar sem ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Einn þeirra sem stöðvaður var reyndi að hlaupa undan lögreglu en var hlaupinn uppi. Hann er nú vistaður í fangaklefa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert