Innanlandssmit 136 í gær – 77 utan sóttkvíar

Skimun við Suðurlandsbraut.
Skimun við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í gær greindust 136 kórónuveirusmit innanlands og þrjú á landamærum. Þar af voru 59 í sóttkví. 

Þetta kemur fram í fréttaskeyti almannavarna.

Alls eru núna 1.664 í einangrun og 2.733 í sóttkví. Eins og áður um helgar þá teljast þessar tölur sem bráðabirgðatölur.  Fjöldi PCR sýna sem tekin voru í gær kemur fram á covid.is þegar heimasíðan verður uppfærð aftur á morgun, mánudaginn 15. nóvember.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert