Innilokuð í 3.578 daga

Nýtt tónleikhúsverk hefur verið samið upp úr tónlist Fabúlu.
Nýtt tónleikhúsverk hefur verið samið upp úr tónlist Fabúlu.

„Verkið fjallar um Maloru sem hefur lokað sig inni í ímyndunarheimi. Hún drattast á fætur á hverjum morgni og svo hefur hún leikinn, leik sem hún hefur leikið í 3.578 daga,“ segir Margrét Kristín Sigurðardóttir, eða Fabúla, um nýtt tónleikhúsverk sitt DAY 3578.

„Smátt og smátt skiljum við hvers vegna hún er föst þarna.“ Fyrirhuguð frumsýning verður í Gamla bíói miðvikudaginn 17. nóvember. 

„Tónleikhús er verk sem dansar á mörkum leiksýningar og tónleika. Það er opið form og talsvert skilið eftir fyrir ímyndunaraflið og persónulega túlkun áhorfandans. Í DAY 3578 er þó rauður þráður.“

Verkið fjallar um ýmislegt og nefnir Margrét tengsl og tengslarof, þessa sífelldu þrá eftir
einhverju meira, missi, höfnun, söknuð.

Margrét sat fyrir svörum í Sunnudagsblaði helgarinnar og má finna ýtarlegri umfjöllun þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert