Læknir sakaður um kynferðislega áreitni

Læknir á Landspítalanum hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana …
Læknir á Landspítalanum hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. mbl.is

Læknir sem starfar á Landspítalanum var sendur í leyfi vegna ásakana nokkurra samstarfskvenna hans um kynferðislega áreitni. Mannauðsdeild spítalans rannsakar málið.

Þetta kom fram í kvöldfréttum ríkisútvarpsins.

Sendi óviðeigandi myndir

Samkvæmt heimildum ríkisútvarpsins eru þrjú ár síðan hegðunin hófst.

Spítalinn á að hafa fengið formlega kvörtun frá kvenkyns lækni um kynferðislega áreitni fyrir rúmu ári. Læknirinn hafi þá fengið skriflega ávirðingu og þess sömuleiðis krafist að hann léti af hegðun sinni.

Eftir þetta eiga yfirmönnum Landspítalans að hafa borist fleiri ábendingar vegna óviðeigandi myndsendinga læknisins til kvenkyns samstarfsmanna og þá hafi verið ákveðið að afþakka vinnuframlag hans á meðan málið yrði rannsakað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert