„Menningarsöguleg stund sem mun seint gleymast“

Íslenska óper­an sýndi end­ur­sýndi óper­una La Traviata í Hofi.
Íslenska óper­an sýndi end­ur­sýndi óper­una La Traviata í Hofi. Ljósmynd/Anton Brink

Íslenska óper­an end­ur­sýndi óper­una La Traviata nú um helgina í Hofi, í sam­starfi við Menn­ing­ar­fé­lag Ak­ur­eyr­ar. Þetta var í fyrsta skipti sem Íslenska óperan setur upp óperu í Hofi.

Sýningarnar í Hofi voru tvær og var uppselt á þær báðar. Alls sóttu þúsund manns óperuna og gengust allir gestir undir hraðpróf fyrir kórónuveirusmiti. Steinunn Ragn­ars­dótt­ir óperu­stjóri segir í samtali við mbl.is að sýningarnar hafi gengið eins og í sögu.

„Þetta var menningarsöguleg stund sem mun seint gleymast,“ segir Stein­unn samtali við mbl.is.

Frá æfingu óperunnar.
Frá æfingu óperunnar. Ljósmynd/Anton Brink

Ópera allra landsmanna

Steinunn segir mikilvægt að Óperan þjóni öllum landsmönnum og er opin fyrir frekara samstarfi við Menn­ing­ar­fé­lag Ak­ur­eyr­ar. Hún segist hafa heyrt af Norðlendingum, sem ekki eru búsettir á Akureyri, sem hafi ferðast sérstaklega til Akureyrar til að sækja óperuna og segir það gleðiefni að hægt sé að þjóna stærra svæði en einungis Akureyri með sýningum í Hofi.

„Samstarfið hefur gengið alveg einstaklega vel. Við sjáum mikil sóknarfæri í að vinna meira með Menningarfélagi Akureyrar og deila sýningum okkar með fleiri landsmönnum en bara á Reykjavíkursvæðinu, enda erum við ópera allrar þjóðarinnar,“ segir Steinunn.

„Það er auðvitað mikið kappsmál fyrir Íslensku óperuna að sýna utan höfuðborgarsvæðisins, enda hefur hún þjónað íslensku þjóðinni í fjörutíu ár af metnaði og stórhug og vill gera það áfram.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert