Þjófnaðir í Reykjavík og Garðabæ

Er lögreglu bar að garði voru aðilarnir horfnir en í …
Er lögreglu bar að garði voru aðilarnir horfnir en í ljós kom að búið var að brjótast inn í allavega einn bílskúr og stela þaðan verðmætum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynning barst lögreglu í dag um grunsamlegar mannaferðir og að hugsanlegt hefði verið að fólk væri að bera þýfi úr húsnæði í Garðabæ.

Er lögreglu bar að garði var fólkið horfið en í ljós kom að búið var að brjótast inn í bílskúr og stela þaðan verðmætum.

Í dagbók lögreglu kemur fram að skömmu síðar hafi tveir aðilar verið handteknir í Reykjavík þar sem allt þýfið fannst í bifreið þeirra og verður því skilað til eiganda. Báðir voru vistaðir í fangageymslu vegna málsins.

Einnig var tilkynnt um þjófnað í verslun í miðbæ Reykjavíkur í dag. Aðilinn var enn á staðnum er lögregla mætti á vettvang og var tekin skýrsla á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert