Vildi ekki að lögregla yrði kölluð á vettvang

Er lögregla kom á vettvang óhappsins kom þó í ljós …
Er lögregla kom á vettvang óhappsins kom þó í ljós að umræddur ökumaður væri ekki með ökuréttindi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðaróhapp í Hlíðunum í dag. Í þeirri tilkynningu kom einnig fram að annar þeirra sem hlut áttu að óhappinu hefði óskað eftir því að lögregla yrði ekki kölluð á vettvang.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Í ljós kom er lögregla kom á vettvang óhappsins að umræddur ökumaður var ekki með ökuréttindi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert