Gefa út fleiri álit en áður

Skúli Magnússon.
Skúli Magnússon. mbl.is/Eggert

Skúli Magnússon tók við embætti umboðsmanns Alþingis í apríl og hefur þegar innleitt breytingar á starfsemi embættisins. Nú birtast ekki einungis álit umboðsmanns þegar eitthvað amar að í stjórnsýslunni heldur einnig þegar talið er að rétt sé staðið að málum.

Skúli segist enn vera að fóta sig í nýja starfinu en hann tók að eigin sögn við góðu búi af forvera sínum, Tryggva Guðmundssyni, sem gegnt hafði embættinu til 22 ára. „Ég er nú svo heppinn að hafa komið að stofnun þar sem fyrir var mjög gott starfsfólk og góðir innviðir. Fyrrverandi umboðsmaður skilur eftir sig mjög góða stofnun í grunninn en auðvitað fylgja nýjum mönnum breyttar áherslur, það er óhjákvæmilegt. Í því felst í sjálfu sér engin gagnrýni á það sem áður hefur verið gert. Það var einfaldlega gert á öðrum tíma og við aðrar aðstæður,“ segir Skúli í samtali við Morgunblaðið.

Mál tengd faraldrinum hafa ekki lagst þungt á stofnunina en hún hefur þvert á móti náð að halda ótrúlegri skilvirkni að sögn Skúla. „Samanborið við umboðsmenn annars staðar á Norðurlöndum höfum við náð að halda ótrúlegum málahraða og skilvirkni. Það stórsér á afgreiðsluhraða annarra embætta. Það hefur ekki verið raunin hjá okkur. Annars staðar á Norðurlöndum horfa menn til þessa og finnst þetta býsna vel af sér vikið.“ 6

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert