Eggert Skúlason
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, konan sem felldi KSÍ, og bróðir hennar Páll Vilhjálmsson sem talar um Stígamótalandsliðið ræða jafnréttismál í Dagmálsþætti dagsins. Hér takast á afar ólík sjónarmið um eitt stærsta fréttamál ársins og raunar jafnréttismál í víðum skilningi.
Hanna Björg segir konur enn kallaðar lygara og drusluskammaðar til helvítis.Páll segir aðferðir Hönnu Bjargar og hennar sveitar stórhættulegar.
Þá takast þau hressilega á um jafnrétti kynjanna þar sem Hanna kallar bróðir sinn uppfullan af gerendameðvirkni og forréttindablindu.
Þau ræða einnig skrif Páls um lögreglurannsókn á hendur RÚV vegna stuldar á síma eins skipstjóra Samherja þegar hann var í öndunarvél á sjúkrahúsi.
Niðurstöður í kjöri til formanns Kennarasambands Íslands og síðast en ekki síst. Völdu Stígamót landsliðið fyrr í haust?
Hressilegar umræður í upphafi vinnuviku. Dagmál eru aðgengileg fyrir áskrifendur Morgunblaðsins og mbl.is.