Örvunarbólusetning næstu fjórar vikur

Allt er til reiðu í höllinni fyrir átakið næstu vikur.
Allt er til reiðu í höllinni fyrir átakið næstu vikur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allt er klappað og klárt í Laug­ar­dals­höll þar sem næstu fjór­ar vik­ur er stefnt að því að bólu­setja tæp­lega 120 þúsund manns með örvun­ar­skammti af bólu­efn­um Pfizer og Moderna.

Far­ald­ur­inn hef­ur verið í tölu­verðri sókn und­an­farið, hvað varðar fjölda smitaðra hið minnsta. Alls greind­ust 136 smitaðir inn­an­lands á laug­ar­dag, sem er þó lægri tala en þær sem sáust í liðinni viku.

Leiðin að hjarðónæmi

Sótt­varna­lækn­ir hef­ur sagt gögn benda til þess að þriðji skammt­ur bólu­efn­is geti gert út­slagið hvað varðar hjarðónæmi þjóðar­inn­ar gegn kór­ónu­veirunni. Tíu þúsund manns verða bólu­sett á dag, alla mánu­daga, þriðju­daga og miðviku­daga, næstu fjór­ar vik­urn­ar.

Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, seg­ist lítið stressuð út af kom­andi vik­um. Meg­inþorri starfsliðsins sem kem­ur að bólu­setn­ing­unni hafi unnið að þessu í vor og reynsl­an sé því fyr­ir hendi. „Við telj­um að þetta verði lítið mál, það þarf bara að koma vél­inni í gang,“ seg­ir Ragn­heiður.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert