Ráðist var á tvo lögreglumenn við skyldustörf, en mennirnir slösuðust báðir og leituðu á slysadeild.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en ekki kemur fram hvar eða klukkan hvað þetta gerðist.
Lögreglan segir enn fremur frá því að tvö umferðaróhöpp hafi orðið í morgun. Ekið hafi verið á aðskotahlut á vegi svo bifreiðin varð óökufær eftir. Þá var ekið á gangandi vegfaranda en að sögn lögreglu urðu meiðsl lítils háttar.