Reyna að komast að niðurstöðu í vikunni

Birgir Ármannsson, formaður und­ir­bún­ings­nefnd­ar fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa, segir nefndina stefna …
Birgir Ármannsson, formaður und­ir­bún­ings­nefnd­ar fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa, segir nefndina stefna að því að ljúka rannsókn sinni í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta mjakast. Það líður að því að við förum að senda frá okkur einhverjar tillögur,“ segir Birgir Ármannsson, formaður und­ir­bún­ings­nefnd­ar fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa, í samtali við mbl.is.

Í síðustu viku var greint frá því að í þriðju vett­vangs­ferð nefndarinnar til Borgarness hefði komið í ljós að ákveðin frá­vik hefðu verið við flokk­un kjör­gagna. 

Frávikin hafi ekki mikil áhrif

Birgir segir frávikin ekki hafa breytt heildarmyndinni en nefndin hafi þurft að skoða hlutina betur.

„Það voru ákveðin frávik í flokkun en það var ekki eitthvað sem breytti heildarmyndinni miðað við niðurstöðu síðari talningar. Það út af fyrir sig hefur ekki mjög mikil áhrif en af því að það komu fram ákveðin frávik þá þurftum við að skoða hlutina betur.“

Byrjuð að ræða niðurstöðuna

Nefndin stefnir að því að ljúka vinnu sinni í vikunni og reynir nú að komast að niðurstöðu.

„Við stefnum að því að ljúka vinnu okkar í þessari viku. Þetta ræðst af því hvað það tekur langan tíma að ræða sig niður á niðurstöðu.

Það hefur verið ágætis sátt með málsmeðferðina en það reynir á það þessa dagana hvort við náum saman um niðurstöðu. Fólk getur metið hlutina með mismunandi hætti og við erum núna að reyna að tala okkur saman niður á niðurstöðu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert