Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti 111 sjúkraflutningum síðastliðinn sólarhring. Þar af voru 16 forgangsflutningar og 46 vegna Covid-19.
Dælubílar voru boðaðir út fjórum sinnum og voru öll útköllin minni háttar, að því er segir á Facebook-síðu slökkviliðsins.