Brauð og ávextir hafa hækkað en bækur lækkað

Í samantekt verðlagseftirlitsins fyrir Morgunblaðið, sem unnið er upp úr …
Í samantekt verðlagseftirlitsins fyrir Morgunblaðið, sem unnið er upp úr tölum Hagstofunnar, má sjá miklar verðhækkanir sem dunið hafa á landsmönnum frá innreið kórónuveirunnar snemma árs 2020. mbl.is/Golli

„Covid hefur tekið ansi vel í en það hefur dregið úr verðhækkunum að undanförnu á flestum liðum. Nú er það aðallega húsnæðisverð og verð á olíu sem er að drífa verðbólguna áfram,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.

Í samantekt verðlagseftirlitsins fyrir Morgunblaðið, sem unnið er upp úr tölum Hagstofunnar, má sjá miklar verðhækkanir sem dunið hafa á landsmönnum frá innreið kórónuveirunnar snemma árs 2020. Meðal vöruflokka sem hafa hækkað mikið eru brauð og kornvörur sem hafa hækkað um tæp 9%, ávextir sem hafa hækkað um 9,5% og mjólk, ostar og egg sem hafa hækkað um tæp 9%.

Húsgögn og heimilisbúnaður hafa hækkað í verði um rúm 13% og raftæki um tæp 10%. Íslendingar greiða nú tæpum 11% meira fyrir ökutæki en áður en kórónuveiran kom til sögunnar. Hreinlætis- og snyrtivörur hafa hækkað talsvert í verði eða um rúm 7%.

Undanfarið hafa birst fréttir af yfirvofandi verðhækkunum vegna hækkandi hrávöruverðs, erfiðleika í aðfangakeðjunni og vöruskorts. Auður segir að ASÍ hafi reynt að benda á að ekki sé tilefni til frekari hækkana. „Það hafa átt sér stað miklar hækkanir á mat og drykkjarvörum þrátt fyrir góðan gang í verslun. Velta fyrirtækja jókst mikið í Covid. Þó að ferðamannastraumur hafi minnkað færðist eftirspurn á móti á innanlandsmarkað, Íslendingar bættu þetta upp með neyslu sinni. Auðvitað er til skamms tíma alltaf eitthvert flakk á verði en við teljum að hér eigi ekki allt að þurfa að fara af stað. Fyrirtækin eru í sterkri stöðu og verslunin þarf ekki að velta öllum hrávöruhækkunum út í verðlagið.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert