Erlendir ríkisborgarar 14,5 prósent landsmanna

320.879 Íslendingar voru búsettir á Íslandi þann 1. nóvember 2021.
320.879 Íslendingar voru búsettir á Íslandi þann 1. nóvember 2021. mbl.is

Erlendum ríkisborgurum með skráða búsetu hér á landi hefur fjölgað það sem af er ári og telja nú 54.604 í heildina. Frá því í upphafi desember á síðasta ári hefur þeim fjölgað um 3.226 eða 6,3%.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðskrár en þar kemur einnig fram að Íslendingum með skráða búsetu hér á landi hafi fjölgað um 3.637 einstaklinga eða 1,9% á sama tímabili.

Suður-Evrópubúum fjölgar

Ríkisborgurum úr suðurhluta Evrópu hefur fjölgað töluvert að því er fram kemur í tilkynningunni. 194 spænskir ríkisborgarar með búsetu á Íslandi bættust við talninguna sem er 15,7% aukning, 158 bættust við frá Frakklandi, sem er 21% aukning, og 72 grískir ríkisborgarar sem er 23,8% aukning. 

Í heildina voru 375.483 einstaklingar búsettir á Íslandi í upphafi mánaðar og af þeim voru 54.604 erlendir ríkisborgarar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert