Karlmaður féll af þaki húss í vinnuslysi fyrr í dag. Ekki er vitað um meiðsli hans, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Einnig barst lögreglunni tilkynning um óvelkominn aðila í stigagangi húss í Vesturbænum. Honum var vísað út.
Sömuleiðis var tilkynnt innbrot í bifreið í Vesturbænum og annað innbrot í bifreið í Kópavogi. Þar var verkfærum stolið.